Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ashley Young á leið til Ipswich
Mynd: EPA
Hinn fertugi Ashley Young er á leið til enska B-deildarfélagsins Ipswich Town á frjálsri sölu. Goal greinir frá þessu.

Young fór frá Everton síðustu mánaðamót eftir að samningur hans rann út.

Hann hefur verið orðaður við bæði Ipswich og uppeldisfélag sitt, Watford, en það stefnir allt í að hann verði nýr lærisveinn Kieran McKenna, sem hann vann með hjá Manchester United.

Goal segir að Young hafi samþykkt eins árs samning og er von á tilkynningu á næstu dögum.

Young kemur með gríðarlega reynslu inn í liðið en hann á 485 úrvalsdeildarleiki að baki með Aston Villa, Watford, Manchester United og Everton, ásamt því að hafa tekið tvö tímabil með Inter á Ítalíu.

Englendingurinn spilaði 39 A-landsleiki og skoraði 7 mörk á ellefu árum sínum í enska landsliðinu og var tvisvar í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner