Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 14:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aston Villa við Man Utd: Ekki til sölu
Ollie Watkins.
Ollie Watkins.
Mynd: EPA
Aston Villa hefur sagt Manchester United það að sóknarmaðurinn Ollie Watkins sé ekki til sölu.

United er að stefna á það að kaupa sóknarmann í sumar og er það í forgangi að fá leikmann sem hefur sannað sig í ensku úrvalsdeildinni.

Watkins er sterkur kostur fyrir United sem spurðist fyrir hann. Svörin sem Man Utd fékk voru á þá leið að Watkins sé ekki til sölu.

Þetta herma heimildir Telegraph en Watkins er ekki eini leikmaður Aston Villa sem Man Utd er að sýna áhuga. Markvörðurinn Emi Martinez er líka á lista United.

United reyndi að fá Martinez á láni en því tilboði var um leið hafnað. Villa mun aðeins leyfa honum að fara ef félag er tilbúið að borga um 40 milljónir punda fyrir hann.
Athugasemdir
banner