Axel Freyr Ívarsson er mættur aftur í Kára á láni frá Fjölni út yfirstandandi tímabil.
Axel er kraftmikill og hraður vinstri kantmaður sem skoraði níu mörk í 3. deild með Kára síðasta sumar. Kári vann 3. deildina á síðasta ári og var Axel þar algjör lykilmaður.
Axel er kraftmikill og hraður vinstri kantmaður sem skoraði níu mörk í 3. deild með Kára síðasta sumar. Kári vann 3. deildina á síðasta ári og var Axel þar algjör lykilmaður.
Hann er tvítugur og uppalinn hjá ÍA. Tímabilið í fyrra var hans þriðja tímabil með Kára í 3. deildinni. Alls hefur hann skorað 12 mörk í 45 deildarleikjum fyrir Káramenn.
Í sumar hefur hann komið við sögu í átta leikjum með Fjölni í deild og bikar.
Kári hefur átt erfitt sumar í 2. deild og er í fallsæti sem stendur. Axel kemur til með að hjálpa Kára í baráttunni sem er framundan.
Athugasemdir