Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Baldock drukknaði af slysförum
Baldock lék með ÍBV 2012.
Baldock lék með ÍBV 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Niðurstaða er komin úr rannsókn á andláti fótboltamannsins George Baldock. Hann lést í sundlaugaróhappi heima hjá sér í Grikklandi.

Baldock er fyrrum leikmaður Sheffield United og þá lék hann með ÍBV á lánssamningi 2012. Í fyrra gekk hann í raðir Panathinaikos.

Rannsókn á dánarorsök staðfesti að hann drukknaði af slysförum. Krufning sýndi engin merki um áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Hinsvegar kom í ljós að hann var með mjög stórt hjarta, sem gæti hafa valdið hjartsláttartruflunum.

Gríska lögreglan fann engar vísbendingar um glæpsamlegt athæfi en ekki tókst að endurlífga leikmanninn þegar hann lést þann 9. október.
Athugasemdir
banner
banner
banner