Marcus Rashford segist ekki bera neinn kala til Manchester United og að hann sé einbeittur á að bæta sig sem leikmaður hjá spænska stórveldinu Barcelona.
Rashford gekk frá skiptum sínum til Barcelona í dag, en hann kemur til félagsins á láni út tímabilið og eiga Börsungar möguleika á að gera skiptin varanleg fyrir 26 milljónir punda.
Englendingurinn hefur ekki verið hluti af plönum Man Utd síðan í desember. Hann var lánaður til Aston Villa í janúarglugganum þar sem hann gerði ágæta hluti áður en hann sneri eftir til United í sumar.
Þar fékk hann að vita að hann væri ekki í plönum fyrir næsta tímabil. Félagaskipti hans voru því best fyrir alla aðila, en Rashford, sem er uppalinn United-maður, er þakklátur United fyrir að hafa sýnt honum traustið.
„Staðan með Man Utd er þannig að félagið er á tímamótum og hafa verið í einhvern tíma. Ég hef ekkert slæmt að segja um Man Utd. Félagið hefur verið mér ótrúlega mikilvægt, ekki bara fyrir ferilinn heldur í lífinu.“
„Ég er þakklátur fyrir tækifærið til að spila með þeim, en fótboltinn er eins og lifið sjálft, þar sem allt er ekki eins auðvelt og maður hefði haldið í fyrstu.
„Þetta er næsta skref og kafli, og er ég 100 prósent einbeittur á að bæta sjálfan mig og hjálpa liðinu að vinna titla. Ég vil óska Man Utd alls hins besta og vona ég að félagið nái árangri í framtíðinni,“ sagði Rashford
Athugasemdir