
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir mun væntanlega fljótlega taka ákvörðun um framtíð sína.
Dagný hefur síðustu ár leikið með West Ham á Englandi en var ekki sátt með það hvernig síðasta tímabil eftir að hún kom til baka eftir sitt annað barn.
Dagný hefur síðustu ár leikið með West Ham á Englandi en var ekki sátt með það hvernig síðasta tímabil eftir að hún kom til baka eftir sitt annað barn.
Samkvæmt heimildum hafa bæði Þróttur Reykjavík og Valur sýnt henni áhuga, en Dagný lék áður með Val frá 2007 til 2013.
Þróttur hefur átt frábært tímabil og er á toppnum með Breiðabliki fyrir leik liðanna í kvöld; liðin eru jöfn að stigum.
Dagný var hluti af íslenska landsliðinu á Evrópumótinu en hún sagði eftir það mót að hún ætlaði að taka viku í að vera bara móðir og fara svo að hugsa aftur um fótbolta. Hún er með tilboð um áframhaldandi samning hjá West Ham en það virðist ekki mjög líklegt að hún verði áfram þar miðað við hvernig síðasta tímabil fór.
Athugasemdir