Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísa Birta í annað sinn á reynslu hjá Norrköping
Kvenaboltinn
Elísa Birta Káradóttir.
Elísa Birta Káradóttir.
Mynd: HK
Elísa Birta Káradóttir, ungur framherji HK, er þessa dagana stödd í Svíþjóð þar sem hún æfir með sænska liðinu IFK Norrköping.

Elísa, sem er fædd árið 2009, er öflugur sóknarmaður sem hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 42 leiki fyrir meistaraflokk HK.

Þetta er í annað sinn sem Elísa er á reynslu hjá IFK Norrköping og núna æfir hún alfarið með aðalliði félagsins.

„HK er gríðarlega stolt af þessum efnilega leikmanni og verður spennandi að fylgjast með hennar vegferð," segir í tilkynningu HK.

Sigdís Eva Bárðardóttir er á meðal leikmanna aðalliðs Norrköping. Hún er fædd árið 2006 og spilaði áður með Víkingum.

Elísa Birta hefur spilað 13 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner