Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fim 24. júlí 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grótta fær Andra Frey frá Aftureldingu (Staðfest)
Andri Freyr og Pepp-Númi á góðri stundu.
Andri Freyr og Pepp-Númi á góðri stundu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Andri Freyr Jónasson er genginn í raðir Gróttu á láni frá Aftureldingu út tímabilið. Andri er 27 ára og uppalinn Mofellingur. Hann hefur spilað allan sinn feril með Aftureldingu fyrir utan tvö tímabil með Fjölni.

Í sumar hefur Andri komið við sögu í sjö leikjum í Bestu deildinni með Aftureldingu en í fyrra lék hann 18 leiki þegar Mosfellingar tryggðu sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Alls á hann að baki 205 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað 88 mörk, þar af 24 mörk í 30 leikjum í C-deild.

„Ég er ánægður og spenntur fyrir því að vera mættur í Gróttu. Hér er vel búið um hlutina og Grótta er klúbbur sem á heima að minnsta kosti í Lengjudeild. Hlakka til að leggja mitt að mörkum til þess að það markmið náist í sumar!” segir Andri í tilkynningu Gróttu.

„Við gleðjumst mjög yfir því að fá Andra til liðs við Gróttu og bjóðum hann velkominn. Andri er ekki bara öflugur framherji heldur sömuleiðis sterkur karakter og traustur liðsfélagi - af honum fer frábært orð og fyrstu kynni hafa verið ljómandi góð. Ég þakka forsvarsmönnum Aftureldingar fyrir afar gott samstarf í tengslum við félagaskiptin," segir Magnús Örn Helgason yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu.

Grótta er í 4. sæti 2. deilar, sex stigum frá toppli Ægis eftir 13 umferðir og einu stigi á eftir Haukum í 2. sætinu. Andri er kominn með leikheimild fyrir heimaleikinn gegn Kára annað kvöld.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 17 11 2 4 49 - 26 +23 35
2.    Þróttur V. 17 9 3 5 25 - 20 +5 30
3.    Dalvík/Reynir 17 9 2 6 29 - 16 +13 29
4.    Grótta 17 8 5 4 29 - 20 +9 29
5.    Haukar 17 8 3 6 31 - 29 +2 27
6.    Kormákur/Hvöt 17 9 0 8 25 - 29 -4 27
7.    Víkingur Ó. 17 7 4 6 33 - 28 +5 25
8.    KFA 17 7 3 7 44 - 37 +7 24
9.    KFG 17 6 2 9 29 - 40 -11 20
10.    Víðir 17 4 3 10 23 - 30 -7 15
11.    Kári 17 5 0 12 21 - 43 -22 15
12.    Höttur/Huginn 17 3 5 9 21 - 41 -20 14
Athugasemdir
banner
banner