Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 09:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðlaugur Victor orðaður við félag frá Íran
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er núna orðaður við Persepolis í Íran. Þetta kemur fram í fjölmiðlum þar í landi.

Guðlaugur Victor er á mála hjá Plymouth í Englandi en hann gekk í raðir félagsins fyrir síðasta tímabil.

Íslendingavaktin segir einnig frá áhuga Persepolis á íslenska landsliðsmanninum og bætir við að hann hafi fengið góðan samning frá félaginu.

Persepolis er sigursælasta félagið frá Íran en liðið endaði í þriðja sæti efstu deildar þar í landi á síðasta tímabili.

Guðlaugur Victor, sem er 34 ára, hefur komið víða við á sínum ferli og spilað í Englandi, Skotlandi, Danmörku, Bandaríkjunum, Hollandi, Svíþjóð, Sviss, Þýskalandi og Belgíu. Það er spurning hvort Íran muni bætast á þann lista.
Athugasemdir
banner
banner