Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hólmbert á leið til Suður-Kóreu
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson er ekki að koma heim til Íslands strax, hann er á leið til Suður-Kóreu.

Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, sagði frá því á X í morgun að leikmaðurinn væri á leið til Suður-Kóreu og 433.is segir félagið vera Gwangju FC.

Hólmbert hefur verið án félags eftir að hafa yfirgefið Preussen Münster í Þýskalandi.

Hólmbert, sem er 32 ára gamall, spilaði með HK, Fram, KR og Stjörnunni á Íslandi, en erlendis hefur hann spilað með Álasundi, Brescia, Bröndby, Celtic, Holsten og Lilleström.

Hann á sex A-landsleiki að baki með Íslandi og skorað tvö mörk.

Gwangju hafnaði í níunda sæti efstu deildar í Suður-Kóreu á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner