Sóknarmaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson er ekki að koma heim til Íslands strax, hann er á leið til Suður-Kóreu.
Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, sagði frá því á X í morgun að leikmaðurinn væri á leið til Suður-Kóreu og 433.is segir félagið vera Gwangju FC.
Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, sagði frá því á X í morgun að leikmaðurinn væri á leið til Suður-Kóreu og 433.is segir félagið vera Gwangju FC.
Hólmbert hefur verið án félags eftir að hafa yfirgefið Preussen Münster í Þýskalandi.
Hólmbert, sem er 32 ára gamall, spilaði með HK, Fram, KR og Stjörnunni á Íslandi, en erlendis hefur hann spilað með Álasundi, Brescia, Bröndby, Celtic, Holsten og Lilleström.
Hann á sex A-landsleiki að baki með Íslandi og skorað tvö mörk.
Gwangju hafnaði í níunda sæti efstu deildar í Suður-Kóreu á síðasta tímabili.
Hólmbert er ekki á leiðinni til Íslands.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 24, 2025
Go get that money ???? pic.twitter.com/TmyQO29b8N
Athugasemdir