
Varnarmaðurinn Ísak Aron Ómarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Íþróttafélag Reykjavíkur.
Ísak er uppalinn HK-ingur og á að baki sex leiki í Bestu deildinni með þeim.
Hann er fæddur árið 2004 en í sumar hefur hann verið á láni hjá toppliði 2. deildarinnar, Ægi.
Ísak er uppalinn HK-ingur og á að baki sex leiki í Bestu deildinni með þeim.
Hann er fæddur árið 2004 en í sumar hefur hann verið á láni hjá toppliði 2. deildarinnar, Ægi.
„Við bjóðum Ísaki hjartanlega velkomin í Breiðholtið og óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta," segir í tilkynningu ÍR sem er á toppi Lengjudeildarinnar.
Áður hafði ÍR krækt í bakvörðinn Reyni Haraldsson í þessum glugga.
Ísak Aron er kominn með leikheimild með ÍR og getur spilað með liðinu í toppslagnum gegn Njarðvík í Lengjudeildinni á morgun.
Athugasemdir