Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 08:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Isak fór á endanum ekki með til Asíu
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak fór á endanum ekki með Newcastle í æfingaferð til Asíu.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, sagði á dögunum að Isak myndi fara með í ferðina eftir að hann sendi hann heim úr æfingaleik gegn Celtic út af sögusögnum um framtíð hans.

Isak flaug hins vegar ekki með hópnum í ferðina og segir Newcastle að það sé vegna smávægilegra meiðsla á læri.

Sögurnar verða hins vegar alltaf hærri og hærri í kringum Isak.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í sumar og er einnig áhugi á honum frá Sádi-Arabíu. Newcastle hefur áhuga á að gera við hann nýjan samning en til þess að hann skrifi undir nýjan samning þá er hann að krefjast þess að verða langlaunahæsti leikmaður félagsins.
Athugasemdir
banner