Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fim 24. júlí 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Toppslagur í Kópavogi
Blikar mæta Þrótturum í toppslag
Blikar mæta Þrótturum í toppslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Þróttur mætast í toppslag í Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld.

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með 25 stig á toppnum, við hlið Þróttara sem eru í öðru sæti með jafnmörg stig en lakari markatölu.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Kópavogsvelli. Tindastóll og Þór/KA mætast í norðanslag klukkan 18:00 á Sauðárkróksvelli og þá spilar Valur við nýliða FHL klukkan 19:00 á Hlíðarenda.

Heil umferð er spiluð í Lengjudeild kvenna og þá er einnig spilað í 2. deild karla og neðstu deildunum.

Leikir dagsins:

Besta-deild kvenna
18:00 Tindastóll-Þór/KA (Sauðárkróksvöllur)
19:00 Valur-FHL (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Breiðablik-Þróttur R. (Kópavogsvöllur)

Lengjudeild kvenna
18:00 ÍBV-Haukar (Hásteinsvöllur)
19:15 Fylkir-Grótta (tekk VÖLLURINN)
19:15 HK-KR (Kórinn)
19:15 ÍA-Grindavík/Njarðvík (Akraneshöllin)
19:15 Keflavík-Afturelding (HS Orku völlurinn)

2. deild karla
19:15 Þróttur V.-Víðir (Vogaídýfuvöllur)

4. deild karla
19:15 Hamar-KH (Grýluvöllur)
19:15 Álftanes-KÁ (HTH völlurrinn)
19:15 Kría-Hafnir (Vivaldivöllurinn)

5. deild karla - B-riðill
19:00 BF 108-KFR (Víkingsvöllur)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 14 12 1 1 56 - 11 +45 37
2.    FH 13 10 1 2 33 - 15 +18 31
3.    Þróttur R. 13 9 2 2 27 - 13 +14 29
4.    Valur 14 6 3 5 20 - 21 -1 21
5.    Þór/KA 13 6 0 7 23 - 25 -2 18
6.    Stjarnan 13 5 0 8 17 - 28 -11 15
7.    Fram 13 5 0 8 18 - 33 -15 15
8.    Tindastóll 13 4 2 7 18 - 24 -6 14
9.    Víkingur R. 13 3 1 9 21 - 33 -12 10
10.    FHL 13 1 0 12 8 - 38 -30 3
Athugasemdir