Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fim 24. júlí 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Jesper Lindström til Wolfsburg (Staðfest)
Mynd: Wolfsburg
Wolfsburg hefur fengið danska landsliðsmanninn Jesper Lindström frá Napoli. Um lánssamning er að ræða með möguleika á kaupum eftir tímabilið.

Þessi 25 ára leikmaður var á láni hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann mun klæðast treyju númer 19 í þýsku Bundesligunni.

Lindström er fjölhæfur miðumaður með reynslu úr þýska boltanum en hann var hjá Eintracht Frankfurt áður en hann gekk í raðir Napoli 2023.

Lindström var frábær hjá Frankfurt en stóð ekki undir væntingum á fyrsta tímabili sínu með Napoli og var hleypt burt á lán. Hann spilaði 25 leiki fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni en missti af lokakafla tímabilsins þar sem hann fór í aðgerð á kálfa.
Athugasemdir
banner