Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 11:50
Elvar Geir Magnússon
Leyfa bjór í stúkunni á kvennaleikjum - „Engin vandamál komið upp“
Það má fá sér bjór í stúkunni á leikjum í ensku kvennadeildinni.
Það má fá sér bjór í stúkunni á leikjum í ensku kvennadeildinni.
Mynd: EPA
Sjö félög í ensku kvennadeildinni munu leyfa áhorfendum að neyta áfengra drykkja í stúkunni á leikjum komandi tímabils en BBC fjallar um málið.

Í karladeildinni er selt áfengi á leikvöngunum en bannað er að taka drykkina í stúkuna.

Gerðar voru tilraunir með að leyfa bjór í stúkunni á kvennaleikjum á síðasta tímabili og var meirihluti áhorfenda hlynntur breytingunni.

Holly Murdoch, framkvæmdastjóri kvennadeildarinnar, segir að engin vandræði hafi komið upp og dómarar á leikjunum hefðu ekki tekið eftir neinum breytingum á hegðun áhorfenda. Þvert á móti hafi þetta aukið upplifun vallargesta.

„Við styðjum þessa þróun og það er engin ástæða til annars en að skoða það að leyfa bjór í stúkunni á karlaleikjum líka. Auðvitað vilja ekki allir áhorfendur drekka bjór í stúkunni en við teljum að þeir sem vilji það eigi ekki að vera gerðir að glæpamönnum," segir Tom Greatrex hjá stuðningsmannasamtökunum á Englandi.
Athugasemdir
banner