Lionel Messi og Jordi Alba verða ekki með í stjörnuleik bandarísku MLS-deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið valdir í leikinn.
Þessir leikmenn Inter Miami gætu samkvæmt reglum fengið eins leiks bann frá bandaríska fótboltasambandinu fyrir að mæta ekki í stjörnuleikinn.
Þessir leikmenn Inter Miami gætu samkvæmt reglum fengið eins leiks bann frá bandaríska fótboltasambandinu fyrir að mæta ekki í stjörnuleikinn.
Stjörnulið MLS-deildarinnar mun mæta stjörnuliði mexíkósku LigaMX deildarinnar.
Stjörnuleikurinn hefur verið árlega síðan MLS-deildin var stofnuð 1996 en hefur verið í ymsum búningum. Hann hófst sem hefðbundinn leikur milli austur- og vesturstrandarinnar. Síðustu fimm ár hefur stjörnulið deildarinnar mætt stjörnuliði mexíkósku deildarinnar.
Leikurinn í ár kemur inn í mikla leikjatörn í deildinni en Inter Miami hefur þegar spilað fimm leiki í júlí eftir að hafa fallið úr leik í 16-liða úrslitum HM félagsliða.
Zlatan Ibrahimovic fékk eins leiks bann 2018 eftir að hafa skrópað í stjörnuleikinn það ár. Hann sagði þá að leikbannið væri gjörsamlega fáránlegt.
Athugasemdir