Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
banner
   fim 24. júlí 2025 13:04
Elvar Geir Magnússon
Milan búið að kaupa Estupinan frá Brighton (Staðfest)
Estupinan verður fyrsti Ekvadorinn til að spila fyrir AC Milan.
Estupinan verður fyrsti Ekvadorinn til að spila fyrir AC Milan.
Mynd: EPA
Pervis Estupinan hefur gengið í raðir ítalska liðsins AC Milan frá Brighton fyrir um 17 milljónir punda.

Ekvadorski landsliðsvarnarmaðurinn hefur verið reglulegur byrjunarliðsmaður hjá Brighton síðan hann gekk í raðir félagsins frá Villarreal 2022 og skorað fimm mörk í 104 leikjum.

Hann verður fyrsti Ekvadorinn til að spila fyrir AC Milan.

Estupinan leikur sem vinstri bakvörður og spilaði 34 leiki þegar Brighton endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

„Ég hef notið þess að vinna með Pervis og hann hefur haft mikil og góð áhrif hérna. Hann er á þeim tímapunkti að hann vill nýja áskorun og hann fær hana í ítölsku A-deildinni," segir Fabian Hurzeler, stjóri Brighton.

Estupinan er 27 ára og kom fyrst í enska boltann 2016 þegar hann gekk í raðir Watford en spilaði aldrei fyrir aðalliðið. Hann skapaði sér nafn hjá Villarreal og var í hópnum sem vann Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2021.


Athugasemdir
banner