Pervis Estupinan hefur gengið í raðir ítalska liðsins AC Milan frá Brighton fyrir um 17 milljónir punda.
Ekvadorski landsliðsvarnarmaðurinn hefur verið reglulegur byrjunarliðsmaður hjá Brighton síðan hann gekk í raðir félagsins frá Villarreal 2022 og skorað fimm mörk í 104 leikjum.
Hann verður fyrsti Ekvadorinn til að spila fyrir AC Milan.
Ekvadorski landsliðsvarnarmaðurinn hefur verið reglulegur byrjunarliðsmaður hjá Brighton síðan hann gekk í raðir félagsins frá Villarreal 2022 og skorað fimm mörk í 104 leikjum.
Hann verður fyrsti Ekvadorinn til að spila fyrir AC Milan.
Estupinan leikur sem vinstri bakvörður og spilaði 34 leiki þegar Brighton endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
„Ég hef notið þess að vinna með Pervis og hann hefur haft mikil og góð áhrif hérna. Hann er á þeim tímapunkti að hann vill nýja áskorun og hann fær hana í ítölsku A-deildinni," segir Fabian Hurzeler, stjóri Brighton.
Estupinan er 27 ára og kom fyrst í enska boltann 2016 þegar hann gekk í raðir Watford en spilaði aldrei fyrir aðalliðið. Hann skapaði sér nafn hjá Villarreal og var í hópnum sem vann Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2021.
Ready to patrol our left flank ????????#WelcomeEstupiñan pic.twitter.com/fcyGCcQADO
— AC Milan (@acmilan) July 24, 2025
Athugasemdir