Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 17:13
Elvar Geir Magnússon
Mosquera í Arsenal (Staðfest)
Cristhian Mosquera
Cristhian Mosquera
Mynd: Arsenal
Cristhian Mosquera er formlega orðinn leikmaður Arsenal en félagið hefur gengið frá kaupum á honum frá Valencia.

Mosquera er spænskur U21 landsliðsmaður og miðvörður sem getur einnig spilað sem hægri bakvörður. Hann hefur spilað 90 leiki fyrir Valencia.

Mosquera er keyptur til að koma í stað Takehiro Tomiyasu sem yfirgaf Arsenal í sumar. Honum er ætlað að keppa við miðverði Arsenal, þá William Saliba og Gabriel Magalhaes, um sæti í liðinu.

„Þetta er tækifæri sem ég gat ekki látið renna mér úr greipum. Ég er kominn í risastórt sögufrægt félag. Ferill minn hefur þróast hraðar en ég bjóst við og ég hef þurft að þroskast hratt," segir Mosquera við heimasíðu Arsenal.

Arsenal hafði áður í glugganum keypt Martin Zubimendi, Kepa Arrizabalaga, Christian Nörgaard og Noni Madueke. Þá er Viktor Gyökeres nálægt því að ganga í raðir félagsins.


Athugasemdir