Cristhian Mosquera er formlega orðinn leikmaður Arsenal en félagið hefur gengið frá kaupum á honum frá Valencia.
Mosquera er spænskur U21 landsliðsmaður og miðvörður sem getur einnig spilað sem hægri bakvörður. Hann hefur spilað 90 leiki fyrir Valencia.
Mosquera er keyptur til að koma í stað Takehiro Tomiyasu sem yfirgaf Arsenal í sumar. Honum er ætlað að keppa við miðverði Arsenal, þá William Saliba og Gabriel Magalhaes, um sæti í liðinu.
„Þetta er tækifæri sem ég gat ekki látið renna mér úr greipum. Ég er kominn í risastórt sögufrægt félag. Ferill minn hefur þróast hraðar en ég bjóst við og ég hef þurft að þroskast hratt," segir Mosquera við heimasíðu Arsenal.
Arsenal hafði áður í glugganum keypt Martin Zubimendi, Kepa Arrizabalaga, Christian Nörgaard og Noni Madueke. Þá er Viktor Gyökeres nálægt því að ganga í raðir félagsins.
Mosquera er spænskur U21 landsliðsmaður og miðvörður sem getur einnig spilað sem hægri bakvörður. Hann hefur spilað 90 leiki fyrir Valencia.
Mosquera er keyptur til að koma í stað Takehiro Tomiyasu sem yfirgaf Arsenal í sumar. Honum er ætlað að keppa við miðverði Arsenal, þá William Saliba og Gabriel Magalhaes, um sæti í liðinu.
„Þetta er tækifæri sem ég gat ekki látið renna mér úr greipum. Ég er kominn í risastórt sögufrægt félag. Ferill minn hefur þróast hraðar en ég bjóst við og ég hef þurft að þroskast hratt," segir Mosquera við heimasíðu Arsenal.
Arsenal hafði áður í glugganum keypt Martin Zubimendi, Kepa Arrizabalaga, Christian Nörgaard og Noni Madueke. Þá er Viktor Gyökeres nálægt því að ganga í raðir félagsins.
????? “I've come to a big club with massive expectations and a real desire to keep growing and improving.”
— Arsenal (@Arsenal) July 24, 2025
Our exclusive interview with Cristhian Mosquera features his reaction to signing for the club, playing against Ethan Nwaneri at the U21s EUROS and his Arsenal ambitions ????
Athugasemdir