
Góðan og gleðilegan fimmtudag. Hér er slúðrið í öllu sínu veldi og þar kennir ýmissa grasa. BBC tók saman.
Jack Grealish (29) hjá Manchester City er einn af nokkrum vinstri vængmönnum sem Napoli er með á lista. (Corriere dello Sport)
Javi Guerra (22), spænski miðjumaðurinn hjá Valencia, hefur hafnað nýjum samningi við félagið. Manchester United fylgist grannt með honum. (Marca)
Tottenham horfir til miðjumannsins Kobbie Mainoo (20) hjá Manchester United. Samningur hans rennur út árið 2027 og hann enn ekki samþykkt langtímasamning. (tbr)
Atalanta ætlar að gera tilboð í Federico Chiesa (27), ítalskan vængmann Liverpool, ef Juventus gengur að 50 milljóna evra (43 milljóna punda) verðmiðanum til að kaupa framherjann Ademola Lookman (27). (Football Italia)
West Ham er í viðræðum við enska framherjann Callum Wilson (33) sem er félagslaus eftir að Newcastle lét hann fara. (Sky Sports)
West Ham mun veta Everton samkeppni um brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (27) hjá Juventus eftir að Aston Villa dró sig úr baráttunni um leikmanninn. (Sun)
Tottenham fylgist með portúgalska landsliðsmanninum Joao Palhinha (30) hjá Bayern München. Bæjarar eru opnir fyrir samningaviðræðum ef tilboð berst. (Florian Plettenberg)
RB Leipzig hefur valið sóknarmiðjumanninn Xavi Simons (22) í æfingahóp sinn þrátt fyrir að hann sé orðaður við Chelsea. Hollenski landsliðsmaðurinn er í viðræðum við Lundúnafélagið um kaup og kjör. (Standard)
Borussia Dortmund hefur áhuga á að fá Facundo Buonanotte (20), miðjumann Brighton. Argentínski landsliðsmaðurinn var á láni hjá Leicester City síðasta tímabil en samningur hans gildir í þrjú ár til viðbótar. (Sky Sports)
Viðræður á milli Marseille og Feyenoord um brasilíska vængmanninn Igor Paixao (25) eru í hnút þar sem mikið ber á milli. Leeds United bindur enn vonir um að fá hann frá Rotterdam. (RMC/Yorkshire Evening Post)
Tyrkneski miðjumaðurinn Hakan Calhanoglu (31) hefur verið orðaður við brottför frá Inter en hann segist vilja vera áfram hjá ítalska félaginu. (Gazzetta dello Sport)
Manchester City hefur áhuga á að halda brasilíska markverðinum Ederson (31) en Galatasaray hafi sýnt áhuga á honum. Ederson er að fara inn í sitt síðasta samningsár. (The Independent)
Fulham er vongott um að halda miðjumanninum Seth Ridgeon (16) þrátt fyrir áhuga Manchester United, Liverpool og Chelsea á honum. (Standard)
Real Madrid er tilbúið að bjóða 100 milljónir punda í spænska miðjumanninn Rodri (29) hjá Manchester City. (Sun)
Athugasemdir