Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Newcastle fær efnilegan Kóreumann (Staðfest)
Seung-Soo Park
Seung-Soo Park
Mynd: Newcastle
Newcastle United hefur fengið til sín Suður-kóreska vængmanninn Seung-soo Park frá Suwon Bluewings í heimalandi hans. Hann fer fyrst í U21 liðið hjá Newcastle.

Park er 18 ára gamall og hefur spilað 28 aðalliðsleiki fyrir Bluewings, skorað eitt mark og átt þrjár stoðsendingar.

Park á fimm U20 leiki með Suður-Kóreu og segir að það sé mikill heiður að ganga í raðir Newcastle United.

„Þetta er stórt skref fyrir mig og ég er gríðarlega þakklátur fyrir þá trú sem félagið hefur á mér. Ég er spenntur fyrir því að þróast hérna, læra af þjálfurunum og gera allt sem ég get til að verða eins góður leikmaður og hægt er," segir Park.


Athugasemdir