Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Öflugur framherji í Wrexham (Staðfest)
Mynd: Wrexham
Nýliðar Wrexham í B-deildinni hafa landað enska framherjanum Josh Windass á frjálsri sölu frá Sheffield Wednesday.

Windass er 31 árs gamall og er sonur Dean Windass, sem gerði garðinn frægan með Bradford og Hull City.

Sonurinn yfirgaf Sheffield Wednesday á dögunum eftir að hafa eytt síðustu fimm árum hjá félaginu.

Hann átti risastóran þátt í að koma Wednesday upp í B-deildina fyrir tveimur árum og skoraði alls 50 mörk í 173 leikjum sínum með félaginu.

Windass hefur nú samið við nýliða Wrexham og er annar framherjinn sem gengur í raðir félagsins í sumar á eftir Ryan Hardie sem kom frá Plymouth.

Rob McElhenney og Ryan Reynolds, eigendur Wrexham, eru að vinna hörðum höndum að því að gera liðið eins samkeppnishæft og mögulegt er fyrir komandi leiktíð, en Windass er fimmti leikmaðurinn sem félagið fær í sumar og er von á frekari styrkingu á næstu vikum.


Athugasemdir
banner