Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 11:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Palhinha inn og Son út?
Joao Palhinha.
Joao Palhinha.
Mynd: EPA
Samkvæmt Telegraph er Tottenham að vinna í því að fá Joao Palhinha frá Bayern München. Sami miðill segir að Son Heung-min verði mögulega seldur frá Spurs en Los Angeles FC hefur áhuga á honum.

Palhinha er miðjumaður sem var fyrr í sumar orðaður við Arsenal en núna er Tottenham á eftir honum.

Palhinha hefur átt erfitt uppdráttar eftir félagaskipti sín til Bayern en hann lék áður vel með Fulham á Englandi.

Spurs telur sig eiga mikinn möguleika á því að landa Palhinha en Telegraph segir félagið þurfa að selja leikmann til að geta landað Palhinha. Þar kemur Son inn í myndina. Suður-Kóreumaðurinn er goðsögn hjá Spurs og lyfti Evrópudeildarbikarnum á síðasta tímabili en hann er orðinn 33 ára gamall.

Tottenham mun þó líklega ekki selja Son fyrr en eftir æfingaferð félagsins í Suður-Kóreu. Tottenham myndi tapa miklum peningum ef Son fer ekki í þá ferð.
Athugasemdir
banner
banner