Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fim 24. júlí 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin í dag - Valur og Víkingur á útivelli
Valsmenn heimsækja Zalgiris
Valsmenn heimsækja Zalgiris
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Víkingur eru í eldlínunni í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Valsarar heimsækja FK Zalgiris til Litháen klukkan 16:00 í fyrri leik liðanna en hann er spilaður á Darius og Girenas-leikvanginum í Kaunas.

Víkingar heimsækja á meðan KF Vllaznia í Albaníu. Þetta er þriðja íslenska liðið sem Vllaznia mætir í Evrópukeppni, en Valsarar unnu þá einmitt sannfærandi í Sambandsdeildinni á síðasta ári og þá mætti liðið KR-ingum í forkeppni Meistaradeildarinnar í byrjun aldarinnar og hafði sigur.

Leikir dagsins:
16:00 FK Zalgiris-Valur (Darius & Girenas Stadium)
18:30 KF Vllaznia-Víkingur R. (Loro Borici Stadium)
Athugasemdir
banner