Stefán Ingi Sigurðarson hefur átt mjög gott tímabil með norska liðinu Sandefjord í úrvalsdeildinni. Stefán hefur skorað átta mörk í Eliteserien og lagt upp eitt mark. Hann er markahæstur í deildinni ásamt tveimur öðrum ef einungis er horft á mörk úr opnum leik. Tvö lið í deildinni hafa ekki fengið víti og Sandefjord er annað af þeim.
Þrír leikmenn hafa skorað meira í deildinni, en hafa skorað úr vítum. Það eru þeir Daniel Karlsbakk, ellefu marka maður í deildinni og þrjú af þeim úr vítum, Kasper Högh, tíu marka maður og tvö af þeim úr vítum, og Zlatko Tripic, níu marka maður og sjö af þeim úr vítum. Vegard Erlien hefur skorað átta mörk á tímabilinu og þar af eitt úr víti.
Af þeim sem hafa skorað átta mörk úr opnum leik hefur Stefán spilað fæstu mínúturnar en hann var eftirminnilega dæmdur í þriggja leikja bann fyrr á þessari leiktíð og missti því af þremur leikjum.
Þrír leikmenn hafa skorað meira í deildinni, en hafa skorað úr vítum. Það eru þeir Daniel Karlsbakk, ellefu marka maður í deildinni og þrjú af þeim úr vítum, Kasper Högh, tíu marka maður og tvö af þeim úr vítum, og Zlatko Tripic, níu marka maður og sjö af þeim úr vítum. Vegard Erlien hefur skorað átta mörk á tímabilinu og þar af eitt úr víti.
Af þeim sem hafa skorað átta mörk úr opnum leik hefur Stefán spilað fæstu mínúturnar en hann var eftirminnilega dæmdur í þriggja leikja bann fyrr á þessari leiktíð og missti því af þremur leikjum.
Hann skoraði þrennu gegn Kristiansund um síðustu helgi. Hér fyrir neðan má sjá mörk Stefáns en þau koma eftir um 40 sekúndur af myndbandinu (skalli), eftir tæpar tvær mínútur (skalli) og þriðja og síðasta markið (vinstri fótar skot) kemur eftir rúmlega þrjár mínútur. Öll mörkin hjá Stefáni komu í fyrri hálfleik.
Sandefjord er í 6. sæti deildarinnar og á tvo leiki til góða á Rosenborg sem er í sætinu fyrir ofan.
Athugasemdir