Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham hefur áhuga á Rodrygo
Mynd: EPA
Spænska blaðið AS segir að Tottenham hafi áhuga á því að fá Rodrygo frá Real Madrid í sumar.

Rodrygo, sem er 24 ára gamall og kominn neðarlega í goggunarröðinni hjá Madrídingum, má fara frá félaginu í sumar, en hann mun taka ákvörðun um framtíð sína á næstu vikum.

Liverpool er sagt leiða kapphlaupið um Rodrygo, en það mun velta á því hvort Luis Díaz verði seldur eða ekki.

AS segir að Tottenham hafi áhuga á því að vera með í baráttunni og vilji koma með yfirlýsingu á markaðnum eftir að hafa unnið Evrópudeildina á síðustu leiktíð.

Félagið hefur þegar landað Mohammed Kudus frá West Ham og er Morgan Gibbs-White einnig sagður á leið þangað.

Samband Tottenham og Real Madrid er afar gott og vonar Daniel Levy, stjórnarformaður enska félagsins, að hann geti sannfært Real Madrid um að lækka verðmiðann á Rodrygo.

Á þessu augnabliki er boltinn hjá Rodrygo sem þarf að gera upp hug sinn hvort hann ætli að sætta sig við lítið hlutverk hjá Real Madrid eða fara í lykilhlutverk hjá öðru félagi.
Athugasemdir
banner
banner