Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham sendir Phillips aftur til Stoke (Staðfest)
Mynd: Stoke City
Enski miðvörðurinn Ashley Phillips verður áfram á láni hjá Stoke City frá Tottenham en þetta staðfestu félögin í gær.

Phillips, sem er tvítugur, eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Stoke, og spilaði 39 leiki í öllum keppnum.

Varnarmaðurinn var keyptur frá Blackburn Rovers fyrir tveimur árum en á enn eftir að spila fyrir aðallið Tottenham.

Tottenham hefur samþykkt að lána hann aftur til Stoke, með von um að hann verði tilbúinn fyrir úrvalsdeildarbolta á næsta ári.

Phillips þykir afar efnilegur varnarmaður en hann á 29 landsleiki að baki með yngri landsliðum Englands og einn leik með U16 ára landsliði Wales.


Athugasemdir
banner
banner