Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 09:40
Elvar Geir Magnússon
Vafasöm ummæli Hernandez um konur
Mynd: EPA
Javier Hernandez, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi framherji Chivas í Mexíkó, hefur verið sektaður og varaður við framtíðarhegðun sinni vegna karlrembulegra skrifa á samfélagsmiðlum.

Mexíkóska knattspyrnusambandið segir að leikmaðurinn, sem er 37 ára, hafi sett fram ummæli á TikTok sem stuðla að kynbundnum staðalímyndum. Hann sagði konur vera að bregðast í samfélaginu með því að vega að karlmennsku.

Hernández sagði einnig: „Ekki vera hræddar við að vera konur, leyfið ykkur að vera leiddar af karlmönnum.“

Ummælin vöktu mikla gagnrýni, þar á meðal frá forseta Mexíkó, Claudia Sheinbaum, sem sagði: „Chicharito er mjög góður knattspyrnumaður en þegar kemur að skoðunum hans um konur þá á hann enn margt ólært.“

Chivas hefur gefið út að ummælin séu ekki í samræmi við gildi félagsins.

Hernandez, sem er markahæsti leikmaður í sögu landsliðs Mexíkó, lék með Manchester United á árunum 2010-2014 og vann ensku úrvalsdeildina tvisvar. Eftir tíma hjá Real Madrid, Bayer Leverkusen og West Ham snéri hann síðar aftur til Mexíkó til að leika með Chivas árið 2023.
Athugasemdir
banner
banner