Víðir Garði hefur fengið tvo leikmenn á láni en félagið er í harðri fallbaráttu í 2. deild.
Valur Hákonarson kemur frá Keflavík og Erlendur Guðnason kemur frá Njarðvík.
Valur Hákonarson kemur frá Keflavík og Erlendur Guðnason kemur frá Njarðvík.
Valur, sem er 21 árs, er öflugur sóknarmaður sem hefur nú leikið 52 leiki í deild og bikarkeppnum og skorað í þeim 6 mörk. Hann hefur spilað fjóra leiki með Keflavík í Lengjudeildinni í sumar og fjóra leiki í Mjólkurbikarnum.
Hjá Víði mun hann spila með bróður sínum, Aroni Erni.
Erlendur er 21 árs gamall miðjumaður og er uppalinn hjá Njarðvík en hefur einnig leikið með 3. og 2. flokki KA. „Hann mun koma til með að styrkja miðjuna hjá okkur og jafnframt auka breiddina fyrir komandi baráttu í 2. deildinni," segir í tilkynningu Víðis.
Víðir er sem stendur á botni 2. deildar með átta stig eftir 13 leiki.
Athugasemdir