Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Werder Bremen kaupir Mbangula frá Juventus (Staðfest)
Mynd: Werder Bremen
Þýska félagið Werder Bremen hefur staðfest kaupin á Samuel Mbangula frá Juventus.

Vængmaðurinn gengur í raðir Bremen fyrir 12 milljónir evra og gerir langtímasamning við þýska félagið.

Mbangula er 21 árs gamall og spilaði fyrsta og eina tímabil sitt með aðalliði Juventus á síðustu leiktíð.

Þá spilaði hann 32 leiki, flesta sem varamaður, og skoraði fjögur mörk.

Belgíski leikmaðurinn fór í gegnum akademíu Anderlecht og Club Brugge áður en hann var fenginn til Juventus árið 2020. Hann á fjölmarga landsleiki að baki með yngri landsliðum Belgíu.


Athugasemdir
banner
banner