Þýska félagið Werder Bremen hefur staðfest kaupin á Samuel Mbangula frá Juventus.
Vængmaðurinn gengur í raðir Bremen fyrir 12 milljónir evra og gerir langtímasamning við þýska félagið.
Mbangula er 21 árs gamall og spilaði fyrsta og eina tímabil sitt með aðalliði Juventus á síðustu leiktíð.
Þá spilaði hann 32 leiki, flesta sem varamaður, og skoraði fjögur mörk.
Belgíski leikmaðurinn fór í gegnum akademíu Anderlecht og Club Brugge áður en hann var fenginn til Juventus árið 2020. Hann á fjölmarga landsleiki að baki með yngri landsliðum Belgíu.
????????? Official, confirmed. Werder Bremen sign Samuel Mbangula from Juventus on €10m plus €2m deal. pic.twitter.com/8cv7biaMky
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 23, 2025
Athugasemdir