Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   lau 24. ágúst 2019 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Geir: Við erum klárir í baráttu
Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur
Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Magna í heimsókn þegar flautað var til leiks í 18.Umferð Inkasso deildar karla.
Eftir markalausan fyrri hálfleik komu þrjú mörk í seinni hálfleik en Njarðvík hafði betur gegn Magna þar sem Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur skoraði meðal annars og var valinn maður leiksins.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

„Frábært og gaman að upplifa sigurleiki og það var mjög skemmtilegt og ólýsanleg tilfining að fá að sigra leik og fagna með stuðningsmönnum, hann var bara langþráður." Sagði Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Þrjú mikilvæg stig til Njarðvíkur hversu mikilvægt eru þau fyrir liðið?
„Gríðarlega mikilvæg, munar öllu fyrir okkur, bæði upp á sjálfstraustið fyrir næstu leiki og bara upp á að fá þrjú stig."

Njarðvíkingar fengu á sig jöfnunarmark seint í leiknum en gerðu gríðarlega vel með að svara því strax með marki í næstu sókn á eftir en það var gríðarlega mikilvægt fyrir Njarðvíkinga að ná öllum þrem stigunum í dag.
„Já það var mjög mikilvægt að svara því strax og sýnir bara karakter í okkur að þótt við fengum eitthvað í bakið að þá bara sýna það strax að við getum skorað strax aftur." 

Atli Geir var þá mjög ánægður með framistöðu liðsins.
„ Mér fannst hún mjög góð, við vorum að vinna alla seinni bolta og fyrstu botla, við vorum að sækja og héldum boltanum allan leikinn." 

Njarðvíkingar hafa ekki verið að spila sérstaklega illa í sumar en hlutirnir hafa ekki veirð að detta með þeim í sumar.
„Það vantar svolítið kannski að fá færri mörk á okkur og skora fleirri mörk. Við erum að fá færi en við klárum ekki öll færin okkar og við erum að fá mörk á okkur úr mistökum sem eru mjög dýr."

Njarðvíkingar eru eins og hefur komið fram í hörku baráttu um að halda sæti sínu í deildinni hvað eigum við von á að sjá frá Njarðvikingum og verða þeir í Inkasso að ári?
„Við erum klárir í baráttu, það er bara svoleiðis - Já klárlega."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner