Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   lau 24. ágúst 2019 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Geir: Við erum klárir í baráttu
Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur
Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Magna í heimsókn þegar flautað var til leiks í 18.Umferð Inkasso deildar karla.
Eftir markalausan fyrri hálfleik komu þrjú mörk í seinni hálfleik en Njarðvík hafði betur gegn Magna þar sem Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur skoraði meðal annars og var valinn maður leiksins.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

„Frábært og gaman að upplifa sigurleiki og það var mjög skemmtilegt og ólýsanleg tilfining að fá að sigra leik og fagna með stuðningsmönnum, hann var bara langþráður." Sagði Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Þrjú mikilvæg stig til Njarðvíkur hversu mikilvægt eru þau fyrir liðið?
„Gríðarlega mikilvæg, munar öllu fyrir okkur, bæði upp á sjálfstraustið fyrir næstu leiki og bara upp á að fá þrjú stig."

Njarðvíkingar fengu á sig jöfnunarmark seint í leiknum en gerðu gríðarlega vel með að svara því strax með marki í næstu sókn á eftir en það var gríðarlega mikilvægt fyrir Njarðvíkinga að ná öllum þrem stigunum í dag.
„Já það var mjög mikilvægt að svara því strax og sýnir bara karakter í okkur að þótt við fengum eitthvað í bakið að þá bara sýna það strax að við getum skorað strax aftur." 

Atli Geir var þá mjög ánægður með framistöðu liðsins.
„ Mér fannst hún mjög góð, við vorum að vinna alla seinni bolta og fyrstu botla, við vorum að sækja og héldum boltanum allan leikinn." 

Njarðvíkingar hafa ekki verið að spila sérstaklega illa í sumar en hlutirnir hafa ekki veirð að detta með þeim í sumar.
„Það vantar svolítið kannski að fá færri mörk á okkur og skora fleirri mörk. Við erum að fá færi en við klárum ekki öll færin okkar og við erum að fá mörk á okkur úr mistökum sem eru mjög dýr."

Njarðvíkingar eru eins og hefur komið fram í hörku baráttu um að halda sæti sínu í deildinni hvað eigum við von á að sjá frá Njarðvikingum og verða þeir í Inkasso að ári?
„Við erum klárir í baráttu, það er bara svoleiðis - Já klárlega."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner