Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   lau 24. ágúst 2019 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Geir: Við erum klárir í baráttu
Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur
Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Magna í heimsókn þegar flautað var til leiks í 18.Umferð Inkasso deildar karla.
Eftir markalausan fyrri hálfleik komu þrjú mörk í seinni hálfleik en Njarðvík hafði betur gegn Magna þar sem Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur skoraði meðal annars og var valinn maður leiksins.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

„Frábært og gaman að upplifa sigurleiki og það var mjög skemmtilegt og ólýsanleg tilfining að fá að sigra leik og fagna með stuðningsmönnum, hann var bara langþráður." Sagði Atli Geir Gunnarsson varnarmaður Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Þrjú mikilvæg stig til Njarðvíkur hversu mikilvægt eru þau fyrir liðið?
„Gríðarlega mikilvæg, munar öllu fyrir okkur, bæði upp á sjálfstraustið fyrir næstu leiki og bara upp á að fá þrjú stig."

Njarðvíkingar fengu á sig jöfnunarmark seint í leiknum en gerðu gríðarlega vel með að svara því strax með marki í næstu sókn á eftir en það var gríðarlega mikilvægt fyrir Njarðvíkinga að ná öllum þrem stigunum í dag.
„Já það var mjög mikilvægt að svara því strax og sýnir bara karakter í okkur að þótt við fengum eitthvað í bakið að þá bara sýna það strax að við getum skorað strax aftur." 

Atli Geir var þá mjög ánægður með framistöðu liðsins.
„ Mér fannst hún mjög góð, við vorum að vinna alla seinni bolta og fyrstu botla, við vorum að sækja og héldum boltanum allan leikinn." 

Njarðvíkingar hafa ekki verið að spila sérstaklega illa í sumar en hlutirnir hafa ekki veirð að detta með þeim í sumar.
„Það vantar svolítið kannski að fá færri mörk á okkur og skora fleirri mörk. Við erum að fá færi en við klárum ekki öll færin okkar og við erum að fá mörk á okkur úr mistökum sem eru mjög dýr."

Njarðvíkingar eru eins og hefur komið fram í hörku baráttu um að halda sæti sínu í deildinni hvað eigum við von á að sjá frá Njarðvikingum og verða þeir í Inkasso að ári?
„Við erum klárir í baráttu, það er bara svoleiðis - Já klárlega."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner