banner
   lau 24. ágúst 2019 15:58
Ívan Guðjón Baldursson
England: Crystal Palace vann á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Manchester United fékk Crystal Palace í heimsókn og byrjaði leikinn vel en lenti undir þegar Jordan Ayew skoraði á 32. mínútu.

Jeffrey Schlupp vann þá skallaeinvígi við Victor Lindelöf og sendi Ayew, sem Harry Maguire virtist hafa steingleymt, einan í gegn.

Rauðu djöflarnir sóttu mikið en áttu erfitt með að skapa sér færi. Marcus Rashford brenndi af vítaspyrnu á 68. mínútu og þegar engin leið virtist vera í gegn náði Daniel James að jafna.

Sú gleði var þó skammlíf því Patrick van Aanholt gerði sigurmark gestanna í uppbótartíma. Paul Pogba missti þá boltann klaufalega á miðjunni og kláraði Van Aanholt sóknina með því að skora í nærhornið hans David De Gea.

Rauðu djöflunum tókst ekki að jafna og fyrsti sigur Palace kominn í hús. Bæði lið eru því með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Man Utd 1 - 2 Crystal Palace
0-1 Jordan Ayew ('32)
1-1 Daniel James ('89)
1-2 Patrick van Aanholt ('92)

Leicester City lagði þá nýliða Sheffield United að velli í jöfnum leik, West Ham hafði betur gegn Watford í opnum og fjörugum leik og Southampton sigraði tíu leikmenn Brighton á útivelli.

Sebastien Haller var hetja Hamranna og skoraði tvennu á Vicarage Road.

Sheffield Utd 1 - 2 Leicester
0-1 Jamie Vardy ('38)
1-1 Oliver McBurnie ('62)
1-2 Harvey Barnes ('70)

Watford 1 - 3 West Ham
0-1 Mark Noble ('3, víti)
1-1 Andre Gray ('17)
1-2 Sebastien Haller ('64)
1-3 Sebastien Haller ('73)

Brighton 0 - 2 Southampton
0-1 Moussa Djenepo ('55)
0-2 Nathan Redmond ('91)
Rautt spjald: Florin Andone, Brighton ('30)

Athugasemdir
banner
banner