PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fim 24. september 2020 21:43
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Mætum fullir sjálfstraust og tilhlökkunar á Hlíðarenda
Halldór Árnason ásamt Óskari Hrafni
Halldór Árnason ásamt Óskari Hrafni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað bara gleði að ná að landa þessum sigri eftir nokkra leiki í röð sem við gætum vilja fá meira út úr og vorum ekkert ósáttir með frammistöðuna en náum að einhverneigin að þétta í 90. mínútna frammistöðu í dag og ég er hriklega ánægður með það að það skili sér í þremur stigum." voru fyrstu viðbrögð Halldórs Árnasonar þjálfara Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Breiðablik hefur tapað þremur leikjum fyrir leikinn í kvöld og einhverjir hafa gagnrýnt leikstílinn sem Breiðablik hefur verið að spila. Breiðablik byrjaði í 4-3-3 í dag en skipti svo aftur um leikkerfi. Hvernig fannst Halldóri þessi leikkerfi ganga?

„Mér fannst þau ganga bæði mjög vel. Fannst við í seinni hálfleik eftir að við breyttum að við náðum að teygja á Stjörnumönnum og halda boltanum vel, þannig breytingin gékk vel og á sama skapi fannst mér fyrri hálfleikurinn spilast vel."

Breiðablik náði gríðarlega mikilvægum þremur stigum í toppbaráttunni og liðið mætir Valsmönnum í næstu umferð. Hvernig lýst Halldóri á það verkefni?

„Bara mjög vel. Við erum þrátt fyrir kannski ekkert frábæra stigasöfnun í leikjunum tveimur á undan en þessum, þá höfum við verið ánægðir með ýmislegt í leik okkar, það hefur kannski vantað að vera aðeins skarpari fyrir framan markið og aðeins sterkari að verjast í okkar vítateig þannig við getum ekki verið annað en bjartsýnir fyrir Valsleikinn. Valur er auðvitað búnir að spila hrikalega vel og eru búnir að ná ansi góðri forystu í þessu móti en við mætum fullir sjálfstrausts og tilhlökkunar á Hlíðarenda."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir
banner