Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 24. september 2020 21:43
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Mætum fullir sjálfstraust og tilhlökkunar á Hlíðarenda
Halldór Árnason ásamt Óskari Hrafni
Halldór Árnason ásamt Óskari Hrafni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað bara gleði að ná að landa þessum sigri eftir nokkra leiki í röð sem við gætum vilja fá meira út úr og vorum ekkert ósáttir með frammistöðuna en náum að einhverneigin að þétta í 90. mínútna frammistöðu í dag og ég er hriklega ánægður með það að það skili sér í þremur stigum." voru fyrstu viðbrögð Halldórs Árnasonar þjálfara Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Breiðablik hefur tapað þremur leikjum fyrir leikinn í kvöld og einhverjir hafa gagnrýnt leikstílinn sem Breiðablik hefur verið að spila. Breiðablik byrjaði í 4-3-3 í dag en skipti svo aftur um leikkerfi. Hvernig fannst Halldóri þessi leikkerfi ganga?

„Mér fannst þau ganga bæði mjög vel. Fannst við í seinni hálfleik eftir að við breyttum að við náðum að teygja á Stjörnumönnum og halda boltanum vel, þannig breytingin gékk vel og á sama skapi fannst mér fyrri hálfleikurinn spilast vel."

Breiðablik náði gríðarlega mikilvægum þremur stigum í toppbaráttunni og liðið mætir Valsmönnum í næstu umferð. Hvernig lýst Halldóri á það verkefni?

„Bara mjög vel. Við erum þrátt fyrir kannski ekkert frábæra stigasöfnun í leikjunum tveimur á undan en þessum, þá höfum við verið ánægðir með ýmislegt í leik okkar, það hefur kannski vantað að vera aðeins skarpari fyrir framan markið og aðeins sterkari að verjast í okkar vítateig þannig við getum ekki verið annað en bjartsýnir fyrir Valsleikinn. Valur er auðvitað búnir að spila hrikalega vel og eru búnir að ná ansi góðri forystu í þessu móti en við mætum fullir sjálfstrausts og tilhlökkunar á Hlíðarenda."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir
banner