Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. september 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Mbappe fáanlegur fyrir 90 milljónir punda næsta sumar?
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Samkvæmt fréttum gæti Kylian Mbappe verið fáanlegur fyrir um 90 milljónir punda næsta sumar.

Fjallað hefur verið um áhuga Liverpool, Real Madrid og fleiri félaga á þessum 21 árs leikmanni sem á tvö ár eftir af samningi sínum við PSG.

L’Equipe segir að þegar hann á ár eftir af samningi sínum muni verðmiðinn á honum fara niður í 90 milljónir punda ef hann neitar að skrifa undir framlenginug.

Mbappe er á sínu fjórða tímabili með PSG og hefur skorað 91 mark í 125 leikjum.

Ýmsir fjölmiðlar hafa haldið því fram að efst á óskalista Mbappe sé að ganga í raðir Real Madrid.

Paco Buyo, fyrrum leikmaður Real Madrid, sagði í viðtali: „Liverpool hefur áhuga virðist vera en ég tel að Mbappe sé ákveðinn í að fara til Madrídar. Verður það næsta sumar? Það er ómögulegt að segja," sagði Paco.

Mbappe hrósaði Liverpool í hástert í viðtali í upphafi árs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner