Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. september 2021 14:48
Brynjar Ingi Erluson
Benítez um James: Þetta var rétti tíminn
James Rodriguez er farinn
James Rodriguez er farinn
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez, stjóri Everton, segir að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að selja James Rodriguez til Al-Rayyan í Katar.

Kólumbíski landsliðsmaðurinn spilaði ekki leik á þessu tímabili með Everton.

Carlo Ancelotti fékk James frá Real Madrid á síðasta ári og skoraði hann 6 mörk í 26 leikjum fyrir Everton. Hann var einn af bestu mönnum liðsins en eftir að Ancelotti hætti með enska liðið og fór aftur til Real Madrid þá var framtíð James óljós.

Hann tjáði síðar félaginu að hann vildi fara og hófust viðræður við Porto í sumar en þær sigldu í strand. Það kom óvænt upp tilboð frá Katar á dögunum sem Everton samþykkti og gengu viðræður hratt fyrir sig.

Benítez var spurður út í það af hverju félagið ákvað ekki að halda honum alla vega fram í janúar.

„Málið með James er mjög auðvelt en á sama tíma flókið. Þetta er enska úrvalsdeildin og það er ekki ekki einfalt að stjórna hlutunum þegar þú ert með leikmann sem getur bara spilað 50 prósent af leikjunum," sagði Benítez.

„Það er ekki auðvelt að finna tilboð þegar manni hentar en þetta var rétti tíminn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner