banner
   lau 24. október 2020 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Böðvar spilaði í tapleik - Hacken sjö stigum frá Malmö
Mynd: Böðvar Böðvarsson
Böðvar Böðvarsson hefur verið að gera fína hluti með Jagiellonia í pólsku deildinni en liðið tapaði fyrir Slask Wroclaw í dag.

Böðvar lék allan leikinn í vinstri bakverðinum en tókst ekki að koma í veg fyrir 1-0 tap í jöfnum leik.

Jagiellonia er með ellefu stig eftir sjö umferðir, tveimur stigum eftir Slask Wroclaw en með leik til góða.

Slask Wroclaw 1 - 0 Jagiellonia
1-0 M. Praszelik ('48)

Í Svíþjóð gerði Häcken jafntefli við Mjällby og sat Óskar Tor Sverrisson allan tímann á varamannabekk heimamanna.

Häcken lenti tveimur mörkum undir þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Liðið náði þó að koma til baka og urðu lokatölur 2-2.

Hacken er í öðru sæti, sjö stigum eftir toppliði Malmö þegar sex umferðir eru eftir. Häcken er þó aðeins búið að ná í sex stig úr síðustu fimm leikjum. Óskar Tor er búinn að spila tvo leiki á tímabilinu.

Häcken 2 - 2 Mjällby
0-1 M. Watson ('14)
0-2 M. Ogbu ('58)
1-2 D. Irandust ('60)
2-2 C. Berggren ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner