Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 24. október 2020 16:42
Ívan Guðjón Baldursson
Guðlaugur Victor kom við sögu í jafntefli - Jafnt hjá Al Arabi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson fékk að spila síðustu 20 mínúturnar er Darmstadt gerði jafntefli við St. Pauli í B-deild þýska boltans í dag.

Serdar Dursun skoraði úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og var Darmstadt því einu marki yfir þegar Guðlaugi Victori var skipt inn.

Dursun tvöfaldaði forystuna skömmu síðar en gestirnir náðu að koma til baka og jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu á 95. mínútu.

Darmstadt hefur farið hægt af stað í haust og er með fimm stig eftir fjóra leiki.

Darmstadt 2 - 2 St. Pauli
1-0 S. Dursun ('45, víti)
2-0 S. Dursun ('76)
2-1 R. Benatelli ('80)
2-2 R. Zalazar ('95, víti)

Í Katar lék Aron Einar Gunnarsson allan leikinn á miðjunni er Al Arabi gerði jafntefli við Al Wakra.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar lentu tvívegis undir en Mehrdad Mohammadi kom þeim til bjargar í bæði skiptin.

Al Arabi er með fimm stig eftir fimm umferðir á nýju deildartímabili.

Al Wakra 2 - 2 Al Arabi
1-0 K. Saad ('59, sjálfsmark)
1-1 M. Mohammadi ('73)
2-1 M. Benyettou ('88)
2-2 M. Mohammadi ('95, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner