Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 24. nóvember 2019 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Sveinn Aron á skotskónum í sigri
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leik Lecce og Cagliari var frestað vegna riginingar.
Leik Lecce og Cagliari var frestað vegna riginingar.
Mynd: Getty Images
Sveinn Aron Guðjohnsen fékk að byrja með Spezia í ítölsku B-deildinni í kvöld og hann þakkaði traustið með marki á 26. mínútu gegn Frosinone.

U-21 landsliðsmaðurinn að skora sitt annað mark á tímabilinu í ítölsku B-deildinni. Þetta er fjórði leikurinn sem hann spilar, þriðji byrjunarliðsleikurinn. Hann er einnig með mark í ítölsku bikarkeppninni á þessu tímabili.

Spezia vann 2-0 og Sveinn Aron spilaði allan leikinn. Spezia er núna í 16. sæti.

Leik frestað vegna rigningar
Það þurfti að fresta leik Lecce og Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld vegna mikillar rigningar. Hann mun fara fram klukkan 14:00 á morgun, mánudag, í staðinn.


Það fór því aðeins leikur fram í Seríu A í kvöld. Sampdoria náði að vinna sigur á Udinese á heimavelli. Gaston Ramirez skoraði sigurmarkið úr vítapsyrnu á 75. mínútu.

Matao Jajalo, miðjumaður Udinese, fékk sitt annað gula spjald á 51. mínútu og þar með rautt. Udinese voru því einum færri frá 51. mínútu.

Með sigrinum kom Sampdoria sér upp í 16. sætið með 12 stig. Udinese er í 13. sæti með 14 stig.

Sampdoria 2 - 1 Udinese
0-1 Ilija Nestorovski ('29 )
1-1 Manolo Gabbiadini ('45 )
2-1 Gaston Ramirez ('75 , víti)
Rautt spjald:Mato Jajalo, Udinese ('51)

Önnur úrslit:
Ítalía: Dzemaili var bjargvættur Bologna
Ítalía: Mark og tvær stoðsendingar frá Chris Smalling


Athugasemdir
banner
banner