mið 24. nóvember 2021 12:22
Elvar Geir Magnússon
Meiddist þegar hann fagnaði marki sem síðan var dæmt af
 Ronald Araujo.
Ronald Araujo.
Mynd: EPA
Barcelona gerði markalaust jafntefli gegn Benfica í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Barcelona þurfti á sigri að halda en eftir þessi úrslit þarf liðið væntanlega að vinna Bayern München í lokaumferð riðilsins til að komast áfram í útsláttarkeppnina.

Þrátt fyrir markaleysið var leikurinn á Nývangi í gær opinn og skemmtilegur.

Seint í leiknum hélt Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, að hann væri að tryggja sínu liði sigurinn í leiknum þegar hann kom fyrirgjöf í netið.

Hann hljóp upp á hornfánanum og renndi sér á hnjánum á blautum vellinum. En flaggið fór á loft, Araujo hafði verið rangstæður og markið stóð ekki.

Til að strá enn meira af salti í sárin fyrir Araujo þá meiddist hann á kálfa í fagnaðarlátunum og þurfti að fara af velli á 86. mínútu leiksins.

Barcelona hefur ekki gefið nánari upplýsingar um meiðsli hans.
Athugasemdir
banner
banner