Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 24. nóvember 2021 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Ótrúleg saga Junior Messias - „Fallegasta kvöld ferilsins"
Junior Messias er þrítugur og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Milan í kvöld
Junior Messias er þrítugur og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Milan í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Junior Messias var óvænt hetja Milan í 1-0 sigrinum á Atlético Madríd í Meistaradeildinni í kvöld en þetta var fyrsta mark hans fyrir félagið. Saga hans er ótrúleg en fyrir fimm árum var hann að vinna sem sendibílstjóri á Ítalíu.

Messias er þrítugur og flutti til Ítalíu fyrir tíu árum síðar ásamt fjölskyldu sinni.

Hann var þá sendibílstjóri og byrjaði að spila með áhugamannaliði en hann gekk til liðs við Casale. Hann spilaði þá eitt tímabil með Chieri í D-deildinni áður en hann hélt til Gozzano.

Messias fór með Gozzano upp í C-deildina árið 2018. Crotone, sem spilaði þá í B-deildinni, keypti hann til félagsins í janúar árið 2019 og lánaði hann aftur til Gozzano út tímabilið.

Þegar hann snéri aftur til Crotone um sumarið þá átti hann stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild. Hann skoraði 9 mörk í 37 leikjum á sínu fyrsta tímabili í A-deildinni.

Hann gekk síðan til liðs við Milan í sumar á eins árs láni frá Crotone og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í mikilvægum sigri á Atlético í kvöld. Markið kom undir lok leiks með skalla eftir fyrirgjöf frá Franck Kessie.

Öskubuskuævintýri hjá Messias sem var þakklátur þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

„Þegar ég skoraði markið þá langaði mig helst af öllu að gráta, tilfinningarnar flæddu yfir mig. Þetta var fallegasta kvöld ferilsins og vonandi verða þau sem flest," sagði Messias í viðtali eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner