Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   fim 24. nóvember 2022 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Brasilíu og Serbíu: Richarlison byrjar - Jesus á bekknum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Brasilía teflir fram afar sóknarsinnuðu byrjunarliði fyrir opnunarleik sinn á HM sem er gegn spennandi liði Serbíu.

Neymar, Raphinha, Richarlison og Vinicius Junior leiða sókn Brasilíu með Lucas Paqueta og Casemiro á miðjunni. Thiago Silva byrjar í hjarta varnarinnar.

Varamannabekkurinn er ekki af verri endanum þar sem má finna leikmenn á borð við Fabinho, Bruno Guimaraes, Gabriel Jesus, Antony og Rodrygo Goes.

Serbarnir eiga einnig sínar stjörnur en Dusan Vlahovic er ekki heill heilsu fyrir þennan leik. Sergej Milinkovic-Savic er þó í byrjunarliðinu ásamt mönnum á borð við Dusan Tadic og Aleksandar Mitrovic.

Filip Kostic og Luka Jovic eru meðal varamanna rétt eins og Vlahovic.

Brasilía: Alisson, Danilo, Marquinhos, Thiago Silva, Alex Sandro, Casemiro, Paqueta, Neymar, Raphinha, Richarlison, Vinicius Jr.
Varamenn: Weverton, Alves, Militao, Fabinho, Telles, Fred, Guimaraes, Jesus, Antony, Rodrygo, Ribeiro, Ederson, Bremer, Pedro, Martinelli.

Serbía: V.Milinkovic-Savic, Pavlovic, Milenkovic, Veljkovic, Gudelj, Zivkovic, Lukic, Mladenovic, Mitrovic, Tadic, S.Milinkovic-Savic
Varamenn: Dmitrovic, Rajkovic, Erakovic, Maksimovic, Radonjic, Jovic, S. Mitrovic, Babic, Kostic, Vlahovic, Racic, Djuricic, Lazovic, Ilic, Grujic.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner