
Suður-Kórea gerði markalaust jafntefli við Úrúgvæ í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í dag.
Það gerðist lítið marktækt í leiknum en það sem vakti mesta athygli var byrjunarlið Suður-Kóreu þar sem helmingur liðsins hét sama eftirnafni.
Fimm leikmenn í byrjunarliði Kóreu báru ættarnafnið Kim og það vakti sérstaklega mikla athygli að þeir eru allir varnarmenn. Markvörðurinn Kim var því með fjögurra manna Kim varnarlínu fyrir framan sig í leiknum, sem hélt vel gegn gæðamiklum sóknarmönnum Úrúgvæja.
Til gamans má geta að á varamannabekknum var aðeins einn Kim.
Byrjunarlið Kóreu: Kim, Kim, Kim, Kim, Kim, Jung, Lee, Hwang, Na, Son, Hwang.
Ítalski lýsandinn les upp byrjunarlið Suður-Kóreu
Athugasemdir