Noregur komst ekki á HM svo Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City, hefur verið í fríi. Nýlega var opinberað að hann væri í sambandi með Isabel Haugseng Johansen og eru þau skötuhjúin saman í sólinni.
Isabel er átján ára og er einnig í boltanum. Hún kemur frá sama bæ og Haaland og hafa þau verið að hittast í einhverja mánuði.
Þau voru mynduð saman í Marbella í þessari viku en þar á Haaland sumarhús.
Þau ólust upp saman í Bryne og hafa þekkst í einhver ár. Þau spiluðu fyrir sama fótboltalið í bænum.
Haaland hefur grínast með að fótboltinn væri kærastan hans en það hefur nú breyst. Isabel hefur sést með fjölskyldu hans á vellinum.
„Sambandið virðist komið á alvarlegt stig. Isabel hefur ferðast til Þýskalands og Englands til að hitta hann og er núna með honum í Marbella. Isabel er þekkt fyrir fegurð sína og þau hafa vitað af hvort öðru alla tíð," segir heimildarmaður The Sun.
#ErlingHaaland was spotted out and about with his footballer girlfriend #IsabelHaugsengJohansen in Marbella. #ManchesterCity pic.twitter.com/InOOxIDFhz
— It's a Wag Wag World (@ItsAWagWagWorld) November 24, 2022
Athugasemdir