Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. nóvember 2022 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal knúsaði ungan fjölmiðlamann
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: EPA
Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, var að venju léttur þegar hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Ekvador á morgun.

Þegar leið á fundinn þá tók ungur fréttamaður frá Senegal við hljóðnemanum og sagði:

„Ég er ekki með neina spurningu fyrir þig. Ég vildi bara segja að ég er búinn að vera mikill aðdáandi þinn frá því ég var bara þriggja ára gamall."

Van Gaal var mjög glaður að heyra þetta og sagðist ætla að faðma unga manninn eftir fundinn. Sem hann svo gerði.

Hægt er að sjá myndband af þessu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner