Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 24. nóvember 2023 21:31
Brynjar Ingi Erluson
Bose-mótið: Breiðablik vann stóran sigur á KR
Jason Daði skoraði þrennu
Jason Daði skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst gerði þrennu í síðari hálfleiknum
Ágúst gerði þrennu í síðari hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik vann annan leik sinn í Bose-mótinu í ár með því að kjöldraga KR, 6-1, á Kópavogsvelli í kvöld, en Ágúst Eðvald Hlynsson og Jason Daði Svanþórsson voru báðir með þrennu.

Jason Daði var kominn með þrennu á rúmum hálftíma og fóru Blikar með 3-0 forystu inn í hálfleikinn.

KR-ingar minnkuðu muninn snemma í þeim síðari áður en Ágúst Eðvald Hlynsson tók við sýningunni.

Ágúst skoraði þrennu á fimmtán mínútum og það þriðja og síðasta úr vítaspyrnu á 85. mínútu.

Lokatölur 6-1 Blikum í vil sem eru nú með 6 stig í efsta sæti riðilsins og komið með sæti í úrslitum bikarsins. Blikar eru að vonast til að vinna mótið í þriðja sinn í sögu félagsins.

Gregg Ryder, sem tók við liði KR á dögunum, var ekki í boðvangnum í kvöld. Hann stýrir sínum fyrsta leik gegn Stjörnunni þann 9. desember.


Athugasemdir
banner
banner
banner