Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   lau 25. janúar 2020 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Atli Hrafn hefði mátt vanda sig aðeins betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Reykjavíkur Víkings, var í viðtali við Fótbolta.net eftir 4-0 sigur á Fram í lokaleik liðsins í Fótbolta.net mótinu. Öll fjögur mörkin komu í seinni hálfleik.

Arnar var spurður út í leik sinna manna og hvað hann hefði verið að prófa í leiknum. Þá var hann spurður út í atvik undir lok leiks þegar Atli Hrafn Andrason greip í treyju Andra Þórs Sólbergssonar þegar Andri var kominn framhjá Atla.

Andri lá eftir og kölluðu stuðningsmenn og þjálfarar Fram eftir rauða spjaldinu. Einar Ingi Jóhannsson gaf Atla gult spjald fyrir brotið.

„Ég upplifi þetta þannig að Atli hafi verið að stöðva sókn Fram. Atli reif í peysuna hans og Framarinn datt mjög illa. Frá mér séð er erfitt að segja að þetta hafi verið rautt spjald," sagði Arnar.

„Maður sér svona brot í hverri einustu viku. Þetta var bara óheppilegt. Að sjálfsögðu var hann að stoppa sóknna, svokallað 'professional foul', hann hefði kannski mátt vanda sig aðeins betur."

Hefði Arnar viljað fá rautt spjald ef brotið hefði verið á hans eigin leikmann? „Ég ætla vona að ég hefði verið nægilega rólegur og skynsamur til að skilja að þetta er bara gult en jú, að sjálfsögðu hefði ég viljað fá rautt," sagði Arnar og hló.

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner