Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. janúar 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lampard: Ég hljóma eins og biluð plata
Mynd: Getty Images
„Góðu fréttirnar eru þær að við verðum í hattinum á mánudaginn," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, eftir 1-2 útsigur síns liðs gegn Hull í kvöld.

„Slæmu fréttirnar eru þær að þetta er dæmigert fyrir okkar tímabil. Við vorum með leikinn í hendi okkar og gátum gert út um hann. Það gekk ekki og við sköpuðum vandamál með því."

„Þetta mun einkenna þig þegar svona gerist svona oft. Ég hljóma eins og biluð plata. Við vorum meira með boltann og áttum fleiri skot á markið en það telur ekki."

„Þetta var eins gegn Newcastle og Arenal. Við gerum mistök sem hleypum andstæðingnum inn í leikinn og gerum hann spennandi í restina."

„Staðan á leikmannamarkaðnum er þannig að frá okkur er ekkert að frétta. Við misstum í sumar einn besta leikmann í sögu félagsins og ég vinn í því að gera mína leikmenn betri. Við féllum aftur úr í sumar en við þurfum að komast aftur á sama stall og við vorum á. Við þurfum að vanda okkur vel ef við ætlum að styrkja okkur,"
sagði Lampard að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner