Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 25. janúar 2021 09:23
Magnús Már Einarsson
Liverpool heyrði í Sokratis
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur verið í miklum vandræðum í hjarta varnarinnar undanfarið eftir alvarleg meiðsli Virgil van Dijk og Joe Gomez.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur ekki fengið pening til að styrkja hópinn í janúar þó að hann hafi viðurkennt að hann vilji bæta við miðverði.

The Athletic segir frá því í dag að Liverpool hafi í síðustu viku rætt við Sokratis Papastathopoulos, sem var að losna undan samningi hjá Arsenal á dögunum.

Liverpool kannaði stöðuna hjá hinum 32 ára gamla Sokratis en samkvæmt frétt The Athletic er þó ólíklegt að samið verði við hann. Sokratis er líklega á leið til Olympiakos í heimalandi sínu Grikklandi.

Klopp fékk Sokratis til Dortmund árið 2013 og þeir hafa átt í góðu sambandi síðan þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner