Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 25. janúar 2023 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Dan Bentley til Wolves (Staðfest)
Mynd: Wolves
Enski markvörðurinn Dan Bentley er genginn til liðs við Wolves frá Bristol City en hann skrifaði í kvöld undir tveggja og hálfs árs samning við úrvalsdeildarfélagið.

Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur verið fastamaður í búrinu hjá Bristol City frá því hann kom frá Brentford fyrir fjórum árum.

Hann á að baki yfir 400 leiki í neðri deildunum á Englandi en á enn eftir að spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik.

Samningur Bentley er til 2025 en Wolves á möguleika á að framlengja þann samning um tvö ár til viðbótar.

Bentley er ætlað að berjast við portúgalska markvörðinn Jose Sá um markvarðarstöðuna.


Athugasemdir
banner