Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 25. janúar 2023 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Spilaði tuttugu mínútur í tapi gegn toppliðinu
Andri Fannar Baldursson
Andri Fannar Baldursson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson, leikmaður NEC Nijmegen í Hollandi, spilaði síðustu tuttugu mínúturnar í 2-0 tapi liðsins gegn toppliði Feyenoord í kvöld.

Andri, sem er á láni frá ítalska félaginu Bologna, kom inná sem varamaður á 70. mínútu leiksins.

Þetta var fimmti leikur hans í hollensku deildinni á tímabilinu en hann á enn eftir að byrja sinn fyrsta leik.

Það jákvæða er að þetta eru flestar mínútur sem hann hefur spilað í einum leik fyrir Nijmegen á tímabilinu og gæti því verið stutt í fyrsta byrjunarliðsleikinn.

Nijmegen er í 9. sæti með 22 stig.
Athugasemdir