Daniele De Rossi, fyrrum leikmaður, fyrirliði og stjóri Roma hefur tilkynnt að hann sé orðinn eigandi ítalska D-deildarliðsins Ostia Mare.
Hann var í liðinu sem barn en gekk til liðs við Roma 17 ára gamall árið 2000.
Þessi 41 árs gamli Ítali var ráðinn stjóri Roma í fyrra og tók við af Jose Mourinho en hann var látinn taka poakann sinn aðeins eftir fjóra leiki á þessu tímabili.
„Það gleður mig að tilkynna að ég er eigandi Ostia Mare," skrifaði De Rossi á Instagram.
„Markmið mitt mun vera að byggja upp traustan, gagnsæjan og nýstárlegan klúbb, leið til að sameina fólk, til að efla samfélagsgildi og færa fjölskyldur nær heimabæ sínum."
„Nýr kafli hefst í dag. Saman getum við skrifað sögu sem mun gera okkur öll stolt, Forza Ostia Mare.“
Athugasemdir